Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 29. júlí 2020 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: AGF vann OB í úrslitaleik um Evrópusæti
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Århus 2 - 1 Odense
1-0 Bror Blume ('45)
2-0 Patrick Mortensen ('47)
2-1 Kasper Larsen ('56)

AGF og OB mættust í úrslitaleik um síðasta Evrópusæti danska boltans í kvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson og Aron Elís Þrándarson byrjuðu á sitthvorum bekknum.

Aron Elís kom inn í lið gestanna á 30. mínútu eftir meiðsli Oliver Lund Jensen. AGF var betri aðilinn í leiknum og komst yfir með marki frá Bror Blume rétt fyrir leikhlé.

Patrick Mortensen tvöfaldaði forystuna eftir leikhlé og minnkaði Kasper Larsen muninn á 56. mínútu.

Jón Dagur kom inn á 60. mínútu en hvorugu liði tókst að skora á lokakaflanum og verðskuldaður sigur Árósa gegn Óðinsvé staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner