Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2020 15:53
Fótbolti.net
„Eru leikmenn á Jaja Ding Dong allan daginn?"
Úr leik hjá Völsungi fyrr á þessu ári.
Úr leik hjá Völsungi fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Húsavík hefur verið í sviðsljósinu síðan Eurovision mynd Will Ferrell kom út og var Jaja Ding Dong barinn opnaður í kjölfarið.

En á fótboltavellinum er ekki sama gleði í gangi eins og rætt var um í Ástríðunni en Völsungur situr á botni 2. deildar með aðeins eitt stig.

„Það er víst voða gaman að fara á Húsavík og fara á Jaja Ding Dong en það er ekkert í gangi inni á vellinum," segir Magnús Haukur Harðarson í þættinum.

„Eru leikmenn bara á Jaja Ding Dong allan daginn?" spyr Sverrir Mar Smárason.

„Þetta er ekki hægt og óboðlegt að vera með svona frammistöðu leik eftir leik. Þeir skíttapa fyrir ÍR sem hefur verið upp og niður. Ég sé Völsung því miður ekki snúa við blaðinu. Þeir eru arfaslakir," segir Magnús.

„Mér finnst leiðinlegt að heyra þetta því ég spáði Völsungi góðu gengi fyrir tímabilið. Það virðist alls ekki vera sama ára og hefur verið yfir liðinu. Baráttan, að vinna annan bolta og tækla. Þetta er ekki til staðar," segir Óskar Smári Haraldsson.

„Er botnbaráttan ekki orðin frekar skýr í 2. deild? Víðir, Dalvík/Reynir og Völsungur virðast slökustu liðin," segir Sverrir en í spilaranum hér að neðan má hlusta á Ástríðuna.
Ástríðan - Allt það helsta í 2. og 3. deild með góðum gesti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner