Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júlí 2020 12:47
Magnús Már Einarsson
Fékk ekki að taka víti þar sem hún var með eyrnalokka
Margrét Árnadóttir.
Margrét Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvenjulegt atvik átti sér stað í 2-1 sigri Þórs/KA og KR í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Margrét Árnadóttir, framherji Þórs/KA, kom inn á sem varamaður á 55. mínútu og jafnaði mínútu síðar.

Á 75. mínútu fékk Margrét vítaspyrnu og hún ætlaði að taka spyrnuna sjálf. Sveinn Arnarsson, dómari leiksins, sýndi Margréti hins vegar gula spjaldið þar sem hann sá að hún var með eyrnalokka inni á vellinum.

Bannað er að vera með eyrnalokka og aðra skargripi í leikjum en Margrét fékk gula spjaldið og var send af velli til að taka eyrnalokkana úr.

Arna Sif Ásgrímsdóttir fór því í staðinn á vítapunktinn og hún skoraði sigurmarkið í leiknum.

„Aðstoðardóm­ar­inn vildi fá að skoða mig rétt áður en ég fór inn á, eins og lög gera ráð fyr­ir, en sú skoðun var greini­lega ekki mjög góð skoðun. Mér er al­veg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár næt­ur ef hún hefði klúðrað vít­inu út af rugl­inu í mér,“ sagði Margrét í viðtali við mbl.is eftir leik.

Hér að neðan má sjá atvikið af vef Vísis.


Athugasemdir
banner
banner
banner