banner
   mið 29. júlí 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
HB með fimm stiga forystu eftir sigur í Ólafsvökuleiknum
Það gengur vel hjá fyrrum lærisveinum Heimis Guðjónssonar.
Það gengur vel hjá fyrrum lærisveinum Heimis Guðjónssonar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er Ólafsvaka í gangi, þjóðhátíð Færeyja. Ólafsvaka er haldin hátíðleg 28. og 29. júlí ár hvert og í tengslum við hátíðina er sérstakur Ólafsvökuleikur í færeysku deildinni.

Að þessu sinni mætti HB, fyrrum félag Heimis Guðjónssonar, liði TB og vann þar öruggan 4-1 sigur.

Þetta var fimmti sigur HB í röð og liðið er með fimm stiga forystu á toppnum þegar fjórtán umferðir eru búnar af Betri-deildinni, efstu deild Færeyja.

HB er með 37 stig en fyrrum lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík eru með 32 stig í öðru sæti. Ríkjandi meistarar frá Klaksvík eru einnig með 32 stig.

Enginn Íslendingur er í Betri-deildinni þetta tímabilið en danskur þjálfari, Jens Berthel Askou, tók við stjórnartaumunum hjá HB af Heimi Guðjónssyni. Það blása danskir vindar um félagið en Askou fékk til sín danska leikmenn og danska aðstoðarmenn.

Heimir var tvö ár hjá HB, gerði liðið að færeyskum meisturum fyrra árið og bikarmeisturum það seinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner