Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2020 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Immobile markahæstur í Evrópu - Lecce getur bjargað sér
Zlatan með tvennu og stoðsendingu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ciro Immobile skoraði er Lazio lagði Brescia að velli í ítalska boltanum í dag.

Immobile er þar með orðinn markahæsti leikmaður fimm bestu deilda Evrópu og á góðri leið með að vinna Gullskóinn fyrir tímabilið.

Immobile er kominn með 35 mörk í 36 deildarleikjum og hefur auk þess lagt níu sinnum upp. Cristiano Ronaldo kemur næstur á eftir honum í Serie A, með 31 mark og 5 stoðsendingar í 32 leikjum.

Zlatan Ibrahimovic skoraði þá tvennu og lagði upp í sigri AC Milan gegn Sampdoria. Hann hefur verið funheitur með Milan og eru viðræður í gangi um að framlengja samning hans út næstu leiktíð.

Leikir dagsins voru þó aðeins uppá stoltið, að undanskildum tveimur þar sem Genoa og Lecce eru enn í fallbaráttu. Genoa gat tryggt sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Sassuolo en tapaði þess í stað 5-0.

Lecce þurfti á sama tíma nauðsynlega sigur gegn Udinese til að eiga möguleika á að bjarga sér í lokaumferðinni. Staðan var jöfn þar til á 81. mínútu þegar Gianluca Lapadula gerði sigurmark Lecce.

Nýliðarnir eru aðeins einu stigi frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina. Þeir þurfa sigur gegn Parma í lokaumferðinni og verða um leið að treysta á að Genoa takist ekki að leggja Hellas Verona að velli.

Lazio 2 - 0 Brescia
1-0 Joaquin Correa ('17 )
2-0 Ciro Immobile ('83 )

Sassuolo 5 - 0 Genoa
1-0 Hamed Traore ('26 )
2-0 Domenico Berardi ('39 )
3-0 Francesco Caputo ('66 )
4-0 Giacomo Raspadori ('74 )
5-0 Francesco Caputo ('77 )

Udinese 1 - 2 Lecce
1-0 Samir ('36 )
1-1 Marco Mancosu ('40 , víti)
1-2 Gianluca Lapadula ('81 )

Sampdoria 1 - 4 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('4 )
0-2 Hakan Calhanoglu ('52 )
0-3 Zlatan Ibrahimovic ('58 )
0-3 Gonzalo Maroni ('78 , Misnotað víti)
1-3 Kristoffer Askildsen ('87)
1-4 Rafael Leao ('92)

Verona 3 - 0 Spal
1-0 Samuel Di Carmine ('7 )
2-0 Samuel Di Carmine ('11 )
3-0 Davide Faraoni ('47 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner