Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Karanka í viðræðum við Birmingham
Mynd: Getty Images
Birmingham er í viðræðum við Aitor Karanka að taka við stjórastöðunni hjá félaginu.

Pep Clotet hætti hjá Birmingham á dögunum en liðinu gekk afleitlega eftir að boltinn byrjaði að rúlla aftur eftir hléið vegna kórónuveirunnar.

Birmingham vann ekki leik í júní og júlí og endaði tveimur stigum frá falli.

Karanka gæti nú tekið við stjórnvölunum en hann hefur áður stýrt Middlesbrough og Nottingham Forest á Englandi.

Karanka spilaði með Real Madrid á sínum tíma og varð síðast aðstoðarþjálfari Jose Mourinho hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner