Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júlí 2020 14:29
Elvar Geir Magnússon
Leeds vill fá Stuani
Cristhian Stuani í landsleik með Úrúgvæ.
Cristhian Stuani í landsleik með Úrúgvæ.
Mynd: Getty Images
Leeds United hefur áhuga á að fá úrúgvæska sóknarmanninn reynslumikla Cristhian Stuani frá spænska félaginu Girona.

Stuani var hjá Middlesbrough 2015-2017 og skoraði þá 16 mörk í 68 leikjum áður en hann hélt til Katalóníu.

Stuano hefur verið iðinn við kolann fyrir Girona á þremur tímabilum, hann er með 69 mörk skoruð.

Leeds komst upp í ensku úrvalsdeildina á liðnu tímabili og Marcelo Bielsa vill bæta við sóknarmátt liðsins.

Stuani, sem er 33 ára, gerði samning við Girona til 2023 síðasta sumar en sagt er að samningurinn sé með 20 milljóna evra riftunarákvæði.

Girona er í umspili um að komast upp í La Liga og eru allar líkur taldar á því að Stuani fari ef liðinu tekst ekki að komast upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner