Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. júlí 2020 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lingard: Man Utd er fjölskyldan mín
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, sóknartengiliður Manchester United, hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir slakar frammistöður undanfarin misseri.

Hann fékk lítið að spila á nýliðnu úrvalsdeildartímabili en kom inn af bekknum í lokaumferðinni og skoraði seinna markið í 0-2 sigri gegn Leicester City. Hann skoraði á 98. mínútu leiksins og var þetta hans fyrsta úrvalsdeildarmark síðan í desember 2018.

„Ég er að byrja á manninum í speglinum, ég er að biðja hann um að breytast. Þetta hefur verið erfitt tímabil af mörgum ástæðum. Ég týndi sjálfum mér sem leikmanni og manneskju en ég fann aldrei löngun til að gefast upp," skrifaði Lingard á Instagram.

„Ég vissi að ég gæti komist aftur á sama stað og ég var á með því að treysta fólkinu í kringum mig. Ég veit að stuðningsmenn hafa verið pirraðir á mér en allan þennan tíma hefur ást mín á félaginu og stuðningsmönnum aldrei minnkað.

„Þetta félag er fjölskyldan mín og ég mun leggja allt í sölurnar til að hjálpa félaginu að ná settum markmiðum."


Lingard er 27 ára gamall og hefur verið orðaður við ýmis félög á Englandi og í Evrópu. Óljóst er hvort hann verði áfram hjá Man Utd á næstu leiktíð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner