Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júlí 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Messi bestur í liði tímabilsins - Tarkowski í miðverði
Barca tókst ekki að vinna spænsku deildina þrátt fyrir fáránlegt framlag Messi sem skoraði 25 og lagði 21 upp í 33 leikjum.
Barca tókst ekki að vinna spænsku deildina þrátt fyrir fáránlegt framlag Messi sem skoraði 25 og lagði 21 upp í 33 leikjum.
Mynd: Getty Images
Tarkowski var klettur í vörninni hjá Burnley.
Tarkowski var klettur í vörninni hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Tölfræðisíðan WhoScored.com gefur leikmönnum í stærstu deildum Evrópu einkunnir eftir hvern spilaðan leik.

Einkunnirnar byggjast eingöngu á tölfræði og engu öðru. Því eru lið tímabilsins oft nokkuð skrautleg á miðlinum, sérstaklega þar sem varnarmenn og markmenn eru verðlaunaðir fyrir að vera uppteknir.

Búið er að setja saman einkunnahæstu leikmenn fjögurra helstu deilda Evrópu á tímabilinu og búa þannig til lið tímabilsins. Franska deildin er ekki með þar sem hún hætti vegna Covid faraldursins.

Lionel Messi er langeinkunnahæsti leikmaður liðsins með 8,7 í meðaleinkunn. Hann er jafnframt eini leikmaður liðsins úr spænska boltanum.

Fjórir í liðinu eru úr ensku úrvalsdeildinni, þar af þrír varnarmenn. Ricardo Pereira hjá Leicester, James Tarkowski hjá Burnley og Virgil van Dijk úr meistaraliði Liverpool. Síðasti úrvalsdeildarleikmaðurinn er Kevin de Bruyne sem lagði upp aragrúa af mörkum með Manchester City.

Fjórir leikmenn í liðinu leika í þýska boltanum en einn þeirra er búinn að skipta yfir til Englands. Robert Lewandowski og Alphonso Davies eru fulltrúar FC Bayern á meðan Jadon Sancho og Timo Werner komast einnig í liðið.

Úr ítalska boltanum má finna Cristiano Ronaldo og Jesse Joronen, finnskan markvörð Brescia sem er búinn að fá á sig 59 mörk í 29 deildarleikjum.

Lið tímabilsins:
Jesse Joronen (Brescia) - 7,0
Ricardo Pereira (Leicester) - 7,5
Virgil van Dijk (Liverpool) - 7,3
James Tarkowski (Burnley) - 7,2
Alphonso Davies (FC Bayern) - 7,5
Lionel Messi (Barcelona) - 8,7
Kevin de Bruyne (Man City) - 8,0
Jadon Sancho (Dortmund) - 7,6
Timo Werner (RB Leipzig) - 7,6
Cristiano Ronaldo (Juventus) - 7,9
Robert Lewandowski (Bayern) - 8,1
Athugasemdir
banner
banner