Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2020 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Bruno hefur fengið 20 víti til að skora úr
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham mun líklega aldrei breytast. Hann elskar að nýta viðtöl til þess að spila litla sálfræðilega leiki eða til að skjóta á kollega sína, knattspyrnumenn og önnur knattspyrnufélög.

Í morgun birtist viðtal við hann á portúgalska miðlinum Record og var Mourinho spurður út í samlanda sinn Bruno Fernandes, sem Manchester United keypti í janúar.

Fernandes hefur komið inn í enska boltann sem stormsveipur og er búinn að skora átta mörk og leggja upp sjö í fjórtán úrvalsdeildarleikjum.

Helmingur þessara marka Fernandes hafa komið af vítapunktinum, meðal annars jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Tottenham í vor.

Rauðu djöflarnir hafa verið einstaklega heppnir með vítaspyrnur á tímabilinu og margir vítaspyrnudómar verið afar umdeildir.

„Bruno kom inn í góðu formi. Hann spilaði mjög vel og bætti United liðið mikið," sagði Mourinho.

„Hann reyndist frábær vítaskytta, ein sú besta í heimi, því hann fékk sirka 20 spyrnur til að skora úr."
Athugasemdir
banner
banner
banner