mið 29. júlí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mustafi missir af upphafi næsta tímabils eftir aðgerð
Mustafi hefur spilað 142 leiki á fjórum árum hjá Arsenal.
Mustafi hefur spilað 142 leiki á fjórum árum hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Shkodran Mustafi, sem vann HM með Þýskalandi 2014, missir af upphafi næsta tímabils með Arsenal vegna meiðsla.

Mustafi hefur verið að glíma við meiðsli aftan á læri og fór í aðgerð á dögunum.

Arsenal býst ekki að miðvörðurinn verði klár í slaginn fyrr en í seinni hluta október.

Mikel Arteta gæti því verið að leita að nýjum miðverði en Calum Chambers og Pablo Mari eru einnig frá vegna meiðsla. Chambers er ólíklegur til að vera klár í slaginn fyrr en í desember á meðan Mari ætti að vera tilbúinn í september.

Miðvörðurinn ungi William Saliba kemur þó inn í liðið fyrir næstu leiktíð og eru miðverðirnir Sokratis Papastathopoulos, Rob Holding og David Luiz allir heilir heilsu.
Athugasemdir
banner
banner
banner