Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júlí 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Hólmbert Aron með þrennu
Mynd: Daníel Leó Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Álasund 3 - 2 Start
0-1 Mathias Bringaker ('16)
1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson ('17)
1-2 Eirik Schulze ('19)
2-2 Hólmbert Aron Friðjónsson ('61, víti)
3-2 Hólmbert Aron Friðjónsson ('81)

Hólmbert Aron Friðjónsson var hetja leiksins er Íslendingalið Álasunds tók á móti lærisveinum Jóhannesar Harðarsonar í Start. Daníel Leó Grétarsson var einnig í byrjunarliði heimamanna en Davíð Kristján Ólafsson í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðustu umferð.

Það var mikið fjör snemma leiks þar sem gestirnir frá Start komust yfir á sextándu mínútu. Hólmbert Aron jafnaði með skalla eftir hornspyrnu einni mínútu síðar en aftur náðu gestirnir forystunni og leiddu eftir fjörugan hálfleik.

Heimamenn voru sterkari aðilinn og jafnaði Hólmbert Aron með marki úr vítaspyrnu á 61. mínútu. Tuttugu mínútum síðar gerði hann sigurmarkið með skalla og fullkomnaði þrennuna sína.

Hólmbert Aron tryggði þar með fyrsta sigur Álasunds á deildartímabilinu. Liðið er búið að jafna Start á stigum og eru liðin saman á botni deildarinnar með sex stig eftir ellefu umferðir.

Kristiansund 3 - 1 Sandefjord
0-1 Sivert Gussias ('5)
1-1 Bendik Bye ('72)
2-1 Olaus Skarsem ('75)
3-1 Amahl Pellegrino ('83)

Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru þá í byrjunarliði Sandefjord sem tapaði gegn Kristiansund.

Emil bar fyrirliðaband Sandefjord og komust gestirnir yfir snemma leiks þökk sé marki frá Sivert Gussias.

Heimamenn voru sterkari en náðu ekki að jafna fyrr en á 72. mínútu. Þá opnuðust flóðgáttirnar og urðu lokatölur 3-1. Sandefjord er með tíu stig eftir tapið, tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Mjondalen 0 - 2 Odd
0-1 Joshua Kitolano ('42)
0-2 Joshua Kitolano ('87)
Rautt spjald: Alexander Hansen, Mjondalen ('33)

Að lokum var Dagur Dan Þórhallsson ónotaður varamaður er tíu leikmenn Mjondalen töpuðu á heimavelli gegn sterku liði Odd.

Mjondalen er tveimur stigum fyrir ofan Íslendingalið Álasundar og tveimur stigum fyrir neðan Emil og félaga í Sandefjord.
Athugasemdir
banner
banner