Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 29. júlí 2020 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Osimhen búinn að skrifa undir hjá Napoli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítalski knattspyrnufréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segist hafa öruggar heimildir fyrir því að félagaskipti Victor Osimhen frá Lille til Napoli séu frágengin.

Búið er að skrifa undir alla pappíra og er Napoli að bíða eftir rétta tímapunktinum til að staðfesta skiptin.

Osimhen er 21 árs gamall framherji sem þykir gríðarlega öflugur. Hann hefur gert fjögur mörk í níu landsleikjum með Nígeríu og skoraði 18 mörk í 38 leikjum með Lille á leiktíðinni.

Napoli er talið borga 55 milljónir evra fyrir ungstirnið auk bónustengdra aukagreiðslna. Heildarverðið er talið geta farið upp í 70-80 milljónir evra.

Napoli krækti í Hirving Lozano í fyrra en hann hefur ekki staðið undir væntingum. Napoli greiddi metfé fyrir Lozano, eða 40 milljónir evra. Osimhen er fenginn til að veita sóknarmönnum Napoli aukna samkeppni þar sem hann getur leikið á báðum köntum og sem fremsti maður.

Hann mun berjast við Matteo Politano, Lorenzo Insigne, Dries Mertens, Hirving Lozano, Jose Callejon og Arkadiusz Milik um byrjunarliðssæti.

Napoli byrjaði tímabilið hrikalega undir stjórn Carlo Ancelotti en Gennaro Gattuso tókst að rétta úr kútnum. Undir stjórn Gattuso vann Napoli ítalska bikarinn og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.

Franski fréttamaðurinn Mohamed Bouhafsi, sem er talinn gríðarlega áreiðanlegur, tekur í sömu strengi og Di Marzio. Skiptin eru komin í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner