Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júlí 2020 14:05
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig hjá FCK út ágúst
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við FC Kaupmannahöfn.

Samningurinn átti að renna út fyrr í sumar en landslagið breyttist vegna kórónaveirufaraldursins og Ragnar hefur samþykkt að vera hjá danska liðinu út ágúst.

Hann missti af síðustu leikjum dönsku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla.

FCK mætir Istanbul Basaksehir á Parken 5. ágúst í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tyrkneska liðið vann heimaleikinn 1-0.

Sigurliðið í einvíginu mætir Manchester United í 8-liða úrslitum en United vann fyrri leik sinn gegn LASK frá Austurríki 5-0.

Eftir að samningur Ragnars, sem er 34 ára, rennur út taka við landsleikir í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner