Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2020 18:57
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo ekki hvíldur - Byrjar í baráttu um gullskóinn
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Þær fréttir ítalskra fjölmiðla að Cristiano Ronaldo yrði hvíldur hjá Ítalíumeisturum Juventus í kvöld reyndust ekki réttar. Ronaldo er í byrjunarliðinu.

Cagliari og Juventus eigast við klukkan 19:45 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Um er að ræða leik í næst síðustu umferð ítölsku A-deildarinnar.

Ronaldo er að berjast um markakóngstitilinn, hann hefur skorað 31 mark og er þremur mörkum á eftir Ciro Immobile hjá Lazio.

Gigi Buffon, Simone Muratore og Gonzalo Higuain byrja allir hjá Juve. Paulo Dybala hefur verið að glíma við meiðsli og er ekki í byrjunarliði Juventus og þá tekur Adrien Rabiot út leikbann.

Liðið tryggði sér sinn níunda Ítalíumeistaratitil í röð á dögunum.

Eftir lofandi byrjun á tímabilinu fór að halla undan fæti hjá Cagliari og liðið er í 14. sæti.

Byrjunarlið Juventus: Buffon; Cuadrado, Bonucci, Rugani, Alex Sandro; Bentancur, Pjanic, Muratore; Bernardeschi, Higuain, Ronaldo.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner