Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júlí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Basten: De Ligt hefur ekkert bætt sig
De Ligt verður 21 árs í ágúst. Hann er búinn að spila 38 leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Juventus. Hann hefur skorað 4 mörk í 29 Serie A leikjum á deildartímabilinu.
De Ligt verður 21 árs í ágúst. Hann er búinn að spila 38 leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Juventus. Hann hefur skorað 4 mörk í 29 Serie A leikjum á deildartímabilinu.
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Marco van Basten er ekki sérlega ánægður með að samlandi hans Matthijs de Ligt hafi valið að skipta yfir til Juventus í fyrra.

Stærstu félög Evrópu höfðu áhuga á De Ligt en hann valdi á endanum að fara til Ítalíumeistara Juventus, þar sem hann gat lært af miðvörðunum goðsagnakenndu Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci.

Chiellini var þó frá vegna meiðsla stærsta hluta tímabils og virtist De Ligt eiga erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils. Hann missti byrjunarliðssæti sitt í kringum áramótin en vann það aftur til baka og hefur reynst gríðarlega mikilvægur á lokahnykknum, þar sem Juve tryggði sinn níunda Ítalíumeistaratitil í röð á dögunum.

„Mér finnst hann ekki vera búinn að bæta sig frá því að hann var hjá Ajax í fyrra. Hann er búinn að vera óheppinn með meiðslin hjá Chiellini sem er alvöru liðsmaður," sagði van Basten.

„Bonucci hugsar aðallega um sjálfan sig, hann skipuleggur ekki vörnina og hjálpar ekki liðsfélögum á sama hátt og Chiellini. De Ligt hefði getað lært mikið af Chiellini.

„De Ligt hefði lært meira hjá Real Madrid, Barcelona eða Manchester City. Hann hefði spilað í deildum með meiri samkeppni því Serie A er ekki jafn góð deild og Premier League eða La Liga."

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner