Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 29. júlí 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Zaha hræddur við að skoða samfélagsmiðla
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, framherji Crystal Palace, viðurkennir að hann sé „hræddur" við að skoða samfélagsmiðla af ótta við kynþáttaníð.

Fyrr í þessum mánuði var tólf ára strákur handtekinn fyrir að vera með rasisma í garð Zaha á Twitter,

„Ég óttast það versta þegar ég opna skilaboð til mín á samfélagsmiðlum. Það er ekki einu sinni gaman að vera lengur á Instagram. Ég er ekki lengur með Twitter í símanum," segir Zaha.

Zaha vill að samfélagsmiðlar setji strangari reglur við skráningar og að tengjast þurfi skilríkjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner