Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan fyrstur til að skora 50 mörk fyrir bæði liðin í Mílanó
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur verið gríðarlega öflugur með AC Milan á árinu og skoraði hann tvennu í 1-4 sigri gegn Sampdoria fyrr í kvöld auk þess að leggja eitt upp fyrir Hakan Calhanoglu.

Ibrahimovic skoraði þar með mark númer 50 og 51 með Milan í Serie A og varð þar með fyrstur í sögunni til að hafa skorað yfir 50 deildarmörk fyrir bæði liðin í Mílanó, Inter og Milan.

Þetta er vægast sagt magnað afrek hjá Svíanum sem verður 39 ára gamall í október. Milan er í viðræðum við Zlatan um nýjan samning þessa dagana enda virðist sóknarmaðurinn ætla að halda áfram að eldast eins og gott rauðvín.

Zlatan er kominn með níu mörk í sautján deildarleikjum frá komu sinni til Milan í janúar, auk þess að vera búinn að leggja fimm upp. Þar af er hann búinn að skora fjögur í síðustu þremur leikjum.


Athugasemdir
banner
banner