Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. júlí 2021 14:37
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Vals í Noregi: Heimir sópar út sóknarlínunni
Guðmundur Andri Tryggvason og Alfons Sampsted í baráttu um boltann í fyrri leiknum.
Guðmundur Andri Tryggvason og Alfons Sampsted í baráttu um boltann í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:00 hefst seinni leikur Noregsmeistara Bodö/Glimt og Íslandsmeistara Vals í Sambandsdeildinni. Norðmennirnir eru með öll spil á hendi eftir 3-0 sigur á Hlíðarenda í fyrri leiknum.

Fylgst er með leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu og einnig í textalýsingu gegnum Boltadag í beinni.

Heimir Guðjónsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Vals frá byrjunarliðinu í fyrri leiknum. Patrick Pedersen er á bekknum og einnig Christian Köhler, Guðmundur Andri Tryggvason, Kristinn Freyr Sigurðsson og Kaj Leo í Bartalsstovu.

Inn koma Haukur Páll Sigurðsson, Almarr Ormarsson, Arnór Smárason, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Sverrir Páll Hjaltested.

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er í liði Bodö/Glimt og er í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Vals:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen
15. Sverrir Páll Hjaltested
33. Almarr Ormarsson




Athugasemdir
banner
banner
banner