Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. ágúst 2018 15:05
Magnús Már Einarsson
Allar með á laugardaginn - „Veit að Sara verður frábær"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, hefur náð að æfa vel undanfarnar vikur eftir að hafa meiðst illa á hné í leik með Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er ánægður með stöðuna hjá Söru fyrir leikinn stóra gegn Þýskalandi á laugardaginn. Uppselt er á leikinn en Ísland getur með sigri tryggt sér sæti á HM í fyrsta skipti.

„Hún er búin að vinna vel í sínum málum og er algjörlga einkennalaus og í góðu standi," sagði Freyr í dag.

„Hún er búin að spila lítið en það er eins með þýska liðið. Hún er búin að spila tvo æfingaleiki eins og aðrir leikmenn í þysku Bundesligunni. Ég veit að Sara verður frábær hérna á laugardaginn."

Staðan á íslenska hópnum er góð fyrir leikinn á laugardag.

„Það var smá hnjask hjá Telmu Hjaltalín (Þrastardóttir) og Söndru Maríu (Jessen) en við klárum uppbygginguna á þeim í dag. Þær verða klárar á laugardaginn," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner