Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mið 29. ágúst 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hallbera: Þetta verður erfiðara en úti í Þýskalandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Guðný Gísladóttir, varnarmaður Vals og íslenska landsliðsins, segist vera spennt fyrir stórleik helgarinnar gegn Þýskalandi.

Það hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á völlinn og uppselt er á leikinn.

Stelpurnar okkar höfðu betur í Þýskalandi og uppskáru sögulegan sigur á einum erfiðasta útivelli heims. Hallbera býst við að leikurinn hér heima verði talsvert lokaðari en fyrri leikurinn.

„Þær koma kannski grimmari til leiks núna enda er allt undir hjá báðum liðum," sagði Hallbera í stuttu viðtali.

„Við verðum sáttar ef við náum að halda markinu okkar hreinu. Þær eru með gríðarlega gott lið og við verðum að nota allar þær leiðir sem við getum til að loka á þær og sjá hvort við náum ekki að pota inn einu."

Ísland er á toppi riðilsins með einu stigi meira en Þýskaland þegar aðeins tveir leikir eru eftir. Þjóðverjar hafa skipt um þjálfara síðan liðið tapaði fyrir Íslandi í október í fyrra og hefur gengið vel undir nýrri stjórn.

Hallbera segir að hún myndi taka jafntefli ef henni yrði boðið það fyrir leikinn og vonast eftir slydduveðri.

„Ég myndi alveg taka jafnteflinu. Mig langar auðvitað í sigur en jafntefli er líka alveg fínt fyrir okkur og heldur möguleikum okkar um HM á lífi."

Hallbera talaði að lokum um þýska landsliðið, sem hefur verið að leggja sérstaklega mikla áherslu á undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi, og býst við að leikurinn heima verði erfiðari en útileikurinn.

„Þær virðast vera vel fókuseraðar og gíraðar í þennan leik. Ég veit ekki hvort þær beri einhverja meiri virðingu fyrir okkur en þetta verður allavega hörkuleikur.

„Ég veit ekki hvort við höfum komið þeim á óvart síðast en ég held að það hafi alveg verið sjokk fyrir þær að tapa. Það hlýtur að gefa þeim auka kraft og við verðum að búast við því að þetta verði erfiðari leikur en úti í Þýskalandi."

Athugasemdir
banner
banner
banner