Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. ágúst 2018 11:35
Elvar Geir Magnússon
Hannes ætti að vera klár í slaginn
Icelandair
Hannes hefur verið að glíma við meiðsli í nára.
Hannes hefur verið að glíma við meiðsli í nára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta lítur vel út. Ég vona að ég verði klár núna á fimmtudaginn," segir Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður í samtali við Morgunblaðið.

Hannes ætti að vera klár í slaginn þegar Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni með leik gegn Sviss í St. Gallen þann 8. september.

Hannes hefur verið að glíma við nárameiðsli og misst af tveimur síðustu leikjum Qarabag. Hann vonast til að geta spilað gegn Sheriff í umspili um sæti í Evrópudeildinni á morgun. Sheriff vann fyrri leikinn 1-0.

Framundan eru tveir landsleikir Íslands í Þjóðadeildinni, fyrstu leikirnir undir stjórn Erik Hamren. Eftir leikinn í Sviss heldur hópurinn heim til Íslands þar sem leikið verður gegn Belgíu á Laugardalsvelli þann 11. september.

Auk Hannesar eru Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram markverðirnir í landsliðshópnum en þeir þrír voru í hópnum á HM í Rússlandi í sumar.

Fleiri landsliðsmenn Íslands hafa verið að glíma við meiðsli. Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason geta ekki tekið þátt í komandi landsleikjum vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli í leik á Ítalíu um helgina en er bjartsýnn. Þá er enn óljóst hvort Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, verði klár.
Athugasemdir
banner
banner
banner