Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. ágúst 2018 17:17
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg ekki með gegn Sviss og Belgíu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Burnley hefur gefið það út að Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki með í komandi landsleikjum Íslands vegna meiðsla.

Um er að ræða leiki gegn Sviss ytra og Belgíu heima (8. og 11. september) en þetta eru fyrstu leikir Íslands í Þjóðadeildinni.

Jóhann Berg er meiddur aftan í læri og verður ekki með Burnley gegn Olympiakos í umspili fyrir Evrópudeildina á morgun fimmtudag. Sean Dyche, stjóri Burnley, sagði á fréttamannafundi fyrir leikinn að Jóhann hefði dregið sig úr landsliðshópi Íslands vegna meiðsla sinna.

Það er á brattann að sækja fyrir Burnley en gríska liðið vann fyrri leikinn 3-1.

KSÍ hefur ekki gefið út hvort Erik Hamren, nýr landsliðsþjálfari Íslands, muni kalla leikmann inn í hópinn í stað Jóhanns.

Jóhann er þriðji lykilmaður Íslands sem getur ekki tekið þátt í komandi landsleikjum vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Alfreð Finnbogason eru báðir á meiðslalistanum.


Sjá einnig:
Emil bjartsýnn á að ná leikjunum
Athugasemdir
banner
banner
banner