Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. september 2019 17:28
Brynjar Ingi Erluson
England: Leicester skoraði fimm gegn slöku liði Newcastle
Jamie Vardy og Dennis Praet fagna marki í dag
Jamie Vardy og Dennis Praet fagna marki í dag
Mynd: Getty Images
Leicester City 5 - 0 Newcastle
1-0 Ricardo Pereira ('16 )
2-0 Jamie Vardy ('54 )
3-0 Paul Dummett ('57 , sjálfsmark)
4-0 Jamie Vardy ('64 )
5-0 Wilfried Ndidi ('90 )
Rautt spjald:Isaac Hayden, Newcastle ('43)

Leicester City vann Newcastle United 5-0 í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn fór fram á King Power-leikvanginum í Leicester.

Ricardo Pereira kom Leicester yfir með gullfallegu marki á 16. mínútu en hann hljóp þá upp allan völlinn áður en hann lagði boltann í vinstra hornið.

Leicester fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum og Newcastle í basli en það varð verra fyrir Newcastle er Isaac Hayden var rekinn af velli eftir skelfilega tæklingu á Dennis Praet.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn í þeim síðari og fór mörkunum að rigna inn. Jamie Vardy skoraði annað markið á 54. mínútu áður en Paul Dummett kom knettinum í eigið net þremur mínútum síðar eftir skot frá Praet.

Vardy gerði svo annað mark sitt á 64. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Marc Albrighton. Wilfred Ndidi gerði svo fimmta og síðasta mark leiksins í uppbótartíma og 5-0 sigur Leicester í höfn.

Hræðileg úrslit fyrir Steve Bruce og lærisveina hans hjá Newcastle en liðið er með 5 stig í næst neðsta sæti. Eini sigur Newcastle kom gegn Tottenham þann 25. ágúst.

Leicester er á meðan í 3. sæti með 14 stig, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool en liðin mætast einmitt næstu helgi á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner