sun 29. september 2019 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Heimir að taka við Val - Gerir þriggja ára samning
Heimir Guðjónsson er á heimleið
Heimir Guðjónsson er á heimleið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, er að taka við Val en IN.FO hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu. Hann mun gera þriggja ára samning við Val.

Heimir hefur stýrt HB síðustu tvö tímabil en hann gerði liðið að færeyskum meisturum á síðustu leiktíð og vann þá bikarinn með liðinu á þessu tímabili en þrír leikir eru eftir af deildinni.

Hann greindi frá því í viðtali við IN.FO í dag að hann myndi taka ákvörðun á miðvikudag eða fimmtudag í þessari viku en miðillinn er nú með áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé búinn að ákveða sig.

Miðillinn heldur því fram að Heimir geri þriggja ára samning við Val.

Eins og flestum er kunnugt þá var Heimir aðalþjálfari FH frá 2008 til 2017 en hann vann deildina fimm sinnum og bikarinn tvisvar og þá vann hann deildina einu sinni sem aðstoðarþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner