Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. september 2019 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ribery frábær í sigri Fiorentina á Milan
Franck Ribery skoraði í leiknum
Franck Ribery skoraði í leiknum
Mynd: Getty Images
Milan 1 - 3 Fiorentina
0-1 Erick Pulgar ('14 , víti)
0-2 Gaetano Castrovilli ('66 )
0-2 Federico Chiesa ('70 , Misnotað víti)
0-3 Franck Ribery ('78 )
1-3 Rafael Leao ('80 )

Fiorentina virðist vera að koma sér á skrið eftir slaka byrjun á tímabilinu en liðið vann AC Milan 3-1 á San Siro í kvöld.

Sílemaðurinn Erick Pulgar kom Fiorentina yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu en það var franski reynsluboltinn Franck Ribery sem keyrði sig í gegnum vörn Milan og skaut á markið. Boltinn barst til Federico Chiesa sem var tekinn niður í teignum.

Gaetano Castrovilli bætti við öðru á 66. mínútu áður en Chiesa fékk fullkomið tækifæri til að bæta við þriðja markinu en Fiorentina fékk þá vítaspyrnu sem hann klúðraði.

Það kom ekki að sök því átta mínútum síðar lagði Chiesa upp mark fyrir Ribery áður en Rafael Leao minnkaði muninn tveimur mínútum síðar.

Góður sigur Fiorentina og liðið nú með 8 stig í 9. sæti á meðan Milan er í 16. sæti með 6 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner