Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. september 2019 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Lið ársins á lokahófi Leikmannasamtakanna og KSÍ - Sjö frá KR
Óskar Örn og Pálmi Rafn Pálmason eru í liðinu
Óskar Örn og Pálmi Rafn Pálmason eru í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannasamtök Íslands stóðu að lokahófi ásamt KSÍ og Ölgerðinni í kvöld en það fór fram í Gamla bíói. Sjö leikmenn koma frá KR. Vísir birti liðið í kvöld en það má sjá hér fyrir neðan.

Beitir Ólafsson stendur á milli stanganna í liði ársins en hann var frábær í rammanum hjá Íslandsmeisturunum.

Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Tómas Pálmason eru þá í fjögurra manna vörn. Davíð Örn Atlason tekur síðasta plássið.

Pámi Rafn Pálmason, Arnþór Ingi Kristinsson og Hilmar Árni Halldórsson eru á miðjunni.

Þá eru þeir Óskar Örn Hauksson, Thomas Mikkelsen og auðvitað markakóngurinn Gary Martin fremstur. Hann var öflugur í liði ÍBV sem féll niður í Inkasso

Lið ársins:

Markvörður:
Beitir Ólafsson (KR)

Vörn:
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)

Miðja:
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)

Sókn:
Óskar Örn Hauksson (KR)
Gary Martin (ÍBV)
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner