Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. september 2019 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sevilla hafði betur gegn Sociedad
Lucas Ocampos skoraði fyrir Sevilla
Lucas Ocampos skoraði fyrir Sevilla
Mynd: Getty Images
Fimm leikir fóru fram í spænsku deildinni í dag en Sevilla vann Real Sociedad 3-2 í stærsta leik dagsins.

Sevilla tapaði fyrir Eibar í síðustu umferð og vildi liðið bæta upp fyrir tapið í kvöld gegn sterku liði Sociedad. Mikel Oyarzabal kom Sociedad yfir á 4. mínútu áður en Nolito jafnaði fjórtán mínútum síðar.

Lucas Ocampos kom Sevilla yfir í upphafi síðari hálfleiks svo áður en Franco Vazquez gerði þriðja markið. Cristian Portu minnkaði muninn undir lok leiks eftir sendingu frá Martin Ödegaard en lengra komst Sociedad ekki. Liðin eru nú jöfn að stigum með 13 stig í 5. og 6. sæti.

Alaves vann þá Mallorca 2-0 þar sem bæði mörk liðsins komu á síðustu fimmtán mínútunum. EIbar vann Celta Vigo 2-0 og Real Valladolid lagði Espanyol með sömu markatölu.

Úrslit og markaskorarar:

Alaves 2 - 0 Mallorca
1-0 Lucas Perez ('76 , víti)
2-0 Joselu ('86 )

Eibar 2 - 0 Celta
1-0 Edu Exposito ('47 )
2-0 Fabian Orellana ('60 )
2-0 Iago Aspas ('90 , Misnotað víti)

Espanyol 0 - 2 Valladolid
0-1 Michel ('26 , víti)
0-2 Oscar Plano ('90 )
Rautt spjald:Fernando Calero, Espanyol ('65)

Levante 1 - 1 Osasuna
1-0 Hernani ('4 )
1-1 Ruben Garcia ('57 )
Rautt spjald:Hernani, Levante ('72)

Sevilla 3 - 2 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('4 )
1-1 Nolito ('18 )
2-1 Lucas Ocampos ('47 )
3-1 Franco Vazquez ('80 )
3-2 Cristian Portu ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner