Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eytt meira en 400 milljónum punda í varnarmenn fyrir Guardiola
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Portúgalski varnarmaðurinn Ruben Dias skrifaði í dag undir sex ára samning við Manchester City.

Hann kemur til Man City frá Benfica fyrir um 65 milljónir punda, samkvæmt frétt BBC. Argentíski varnarmaðurinn Nicolas Otamendi er farinn til Benfica frá Man City í staðinn. Otamendi kostar Benfica 15 milljónir punda.

Dias er 23 ára gamall og hefur leikið með Benfica allan sinn feril. Hann á 19 A-landsleiki fyrir Portúgal.

Vefsíðan Goal fjallar um það á Twitter að frá því að Pep Guardiola tók við Man City árið 2016, þá sé félagið búið að eyða meira en 400 milljónum punda í varnarmenn.

Á listanum sem Goal eru níu leikmenn, en það hafa ekki margir þeirra slegið í gegn með City.


Athugasemdir
banner
banner
banner