Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. september 2020 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester greiðir 40 milljónir fyrir Fofana
Wesley Fofana er í grænu treyjunni.
Wesley Fofana er í grænu treyjunni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano er yfirleitt með puttann á púlsinum þegar það kemur að leikmannamarkaðinum og hefur hann verið duglegur að tísta í dag.

Hann greinir frá því að franska ungstirnið Wesley Fofana sé að færast nær Leicester City. Franskir fjölmiðlar segja AS Saint-Etienne vera búið að samþykkja 40 milljón evru tilboð frá Leicester, Romano segir viðræður enn vera í gangi.

Romano bætti því við að Bayer Leverkusen hafnaði lánstilboði frá Leicester í Jonathan Tah, með kaupmöguleika. Leicester bauðst til að greiða 2 milljónir fyrir lánið og 22 í viðbót til að festa kaup á varnarjaxlinum.

Romano segir umboðsmann Lucas Torreira vera staddan í Madríd þessa stundina til að reyna að koma honum til Atletico. Vandamálið er að Atletico vill fá Torreira lánaðan á meðan Arsenal vill bara selja hann, fyrir rúmlega 20 milljónir evra.

Þá eru viðræður enn í gangi á milli Manchester United og Porto. Rauðu djöflarnir eru að reyna að krækja í brasilíska vinstri bakvörðinn Alex Telles sem kostar tæplega 20 milljónir.

Andrea Pereira, miðjumaður Man Utd, er á leið til Lazio á lánssamningi út tímabilið en hann var lánaður til Valencia á síðustu leiktíð.

Þar að auki er AS Roma að undirbúa sitt lokatilboð í Chris Smalling. Ítalskir fjölmiðlar segja félagið vera reiðubúið til að greiða 15 milljónir evra.

Norski framherjinn Jens Petter Hauge er þá lentur í Mílanó og mun hann skrifa undir fimm ára samning við AC Milan á morgun. Milan greiðir 5 milljónir evra fyrir Hauge, sem er góður vinur Erling Braut Haaland og samherji Alfons Sampsted hjá Bodö/Glimt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner