Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög reiður Lampard lét Alonso heyra það fyrir framan liðið
Lampard var ekki glaður með Alonso.
Lampard var ekki glaður með Alonso.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, lét vinstri bakvörðinn Marcos Alonso heyra það eftir 3-3 jafnteflið við West Brom í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Alonso var tekinn af velli í hálfleik eftir að hafa slakan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir West Brom.

Í staðinn fyrir að klára að horfa á leikinn með varamönnum Chelsea þá ákvað spænski bakvörðurinn að fara um borð í liðsrútuna. Alonso kom aftur inn á leikvanginn þegar 10-15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum, en þá var hann á öðru svæði en varamenn Chelsea.

Samkvæmt heimildum The Athletic þá var Lampard gríðarlega reiður út í Alonso og lét hann heyra það fyrir framan aðra leikmenn Chelsea. Heimildarmenn fjölmiðilsins segjast aldrei hafa séð Lampard reiðari en hann var þarna.

Talið er að stjóri Chelsea hafi lagt áherslu á að segja það að liðið hafi sýnt mikla samheldni og karakter með því að koma til baka og ná í stig, á meðan Alonso hafi gert stöðuna um sjálfan sig og sýnt að sér væri alveg sama um liðið.

Alonso var ekki í leikmannahópi Chelsea gegn Tottenham í deildabikarnum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner