Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 29. september 2020 07:00
Aksentije Milisic
Sheffield býður 17 milljónir punda í Brewster
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur boðið 17 milljónir punda í Rhian Brewster, framherja Liverpool. Liðið hefur þá boðið Liverpool sú klásúlu að félagið geti keypt Brewster til baka á 40 millljónir punda.

Sheffield og Crystal Palace hafa sýnt Brewster áhuga en framtíð hans hefur verið í lausu lofti. Palace vill ekki bjóða upp á sú klásúlu að Liverpool geti keypt leikmanninn til baka en Sheffield er tilbúið til þess.

Enskir miðlar segja að Brewster vilji frekar fara til London en Palace er tilbúið til þess að bjóða hærri upphæð í leikmanninn heldur en Sheffield er að bjóða.

Allt stefnir í það að Brewster yfirgefi Liverpool áður en félagsskiptaglugginn lokar en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í ágúst á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner