Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. nóvember 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan átti að koma inn á til að dekka Gomes
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu mínúturnar í 4-2 sigri Manchester United á Watford í gær.

Leikurinn var stórskemmtilegur. United komst í 3-0, en missti niður forystuna í seinni hálfleik og staðan varð 3-2.

Watford komst ekki lengra. Jesse Lingard gerði út um leikinn fyrir United þegar 86 mínútur voru búnar. Jose Mourinho, stjóri United, var þó farinn að undirbúa sig vel í stöðunni 3-2.

Zlatan var klár í að koma inn, en upphaflega átti hann að koma inn á til að dekka Heurelho Gomes, markvörð Watford, ef hann skyldi koma upp í hornspyrnum á síðustu andartökum leiksins.

Hinn hávaxni Zlatan gat þó sleppt því að dekka Gomes þar sem Lingard skoraði fjórða markið áður en hann kom inn á. Það þýddi því ekkert fyrir Gomes að fara upp í hornum. Samt sem áður afar athyglisverð pæling hjá Jose Mourinho.





Athugasemdir
banner
banner
banner