Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. nóvember 2019 15:15
Fótbolti.net
Arsenal, fótboltapólitík og landsliðsþjálfari á X977 á morgun
Mynd: Fótbolti.net
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað í hljóðveri X977 á morgun. Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er alla laugardaga milli 12 og 14.

Sérfræðingur þáttarins í fótboltapólitíkinni, Þórir Hákonarson, kemur í heimsókn. Rætt verður um það sem sem íslensku félögin eru helst að spá í um þessar mundir. Fjármál, möguleg lenging á Íslandsmótinu og fleira er til umræðu.

Enski boltinn fær sitt pláss en Jón Kaldal, Arsenal stuðningsmaður, fer yfir stóru fréttirnar frá Lundúnum.

Þá verður Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, á línunni. Af hverju fær Ísland ekki að vera með á Algarve mótinu? Einnig verður rætt um þær stóru fréttir að Margrét Lára Viðarsdóttir er búin að leggja skóna á hilluna.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner