Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boufal hljóp á eldhúsborð og meiddist á tá
Boufal er 26 ára gamall.
Boufal er 26 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Hlutirnir hafa ekki gengið eftir plani hjá Southampton á þessu tímabili. Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni og hafa dýrlingarnir ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum.

Núna hefur kantmaður Southampton, Sofiane Boufal, bæst á meiðslalistann eftir að hann hljóp á eldhúsborð.

Það er óvíst hvort Boufal geti spilað gegn Watford á laugardaginn vegna támeiðsla.

„Hann gat ekki æft í þrjá daga og táin er enn bólgin," sagði Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton um meiðsli Boufal.

Southampton hefur átt erfitt tímabil til þessa, en liðið er með einu stigi meira en Watford fyrir leik liðanna um helgina. Southampton var nálægt því að vinna Arsenal um síðustu helgi, en Arsenal jafnaði
seint í uppbótartímanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner