fös 29. nóvember 2019 12:53
Elvar Geir Magnússon
Gæti Arsenal leitað til Jorge Jesus?
Jorge Jesus hefur gert frábæra hluti með Flamengo.
Jorge Jesus hefur gert frábæra hluti með Flamengo.
Mynd: Getty Images
Unai Emery var rekinn frá Arsenal í morgun og miklar vangaveltur eru uppi um hver verði næsti stjóri liðsins.

Freddie Ljungberg er tekinn við liðinu til bráðabirgða og stýrir því gegn Norwich á sunnudag.

Marvio dos Anjos, ritstjóri brasilíska íþróttablaðsins, O Globo segir að það myndi ekki koma sér á óvart ef Arsenal myndi leita til Jorge Jesus.

Portúgalinn hefur verið að gera virkilega góða hluti með Flamengo í Brasilíu en liðið vann Copa Libertadores, meistarakeppni Suður-Ameríku, á dögunum.

Jesus er 65 ára, þaulreyndur þjálfari, sem hefur unnið titla í Portúgal, Sádi-Arabíu og Brasilíu. Hann hefur verið orðaður við Everton.

„Ég veit ekki hvað framtíðin mun bera í skauti sér, ég veit að ég er með samning við Flamengo þar til í maí. Eftir það getur allt gerst," sagði Jesus við fjölmiðla í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner