fös 29. nóvember 2019 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Þurfti að stöðva leik hjá Elíasi
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson var að venju í byrjunarliði Excelsior og spilaði allan leikinn þegar liðið komst aftur á sigurbraut gegn Roda JC á útivelli.

Það þurfti að stöðva leikinn um stund á 77. mínútu eftir að stuðningsmenn Roda fóru að henda hlutum inn á völlinn. Dómarinn stöðvaði leikinn og fór með leikmenn inn í búningsklefa.

Eftir um tíu mínútna hlé hófst leikurinn aftur.

Roda byrjaði leikinn betur og komst yfir þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar. Forysta Roda entist hins vegar ekki lengi og jafnaði Excelsior og á 13. mínútu.

Excelsior komst svo yfir á 25. mínútu þegar leikmaður Roda gerði sjálfsmark. Excelsior bætti við tveimur mörkum eftir að dómarinn hleypti leikmönnum aftur inn á völlinn. Þeir höfðu verið sendir inn í klefa eftir slæma hegðun stuðningsmanna.

Lokatölur 4-1 og eftir að hafa ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum, þá er Excelsior komið aftur á sigurbraut.

Eftir sigurinn er Excelsior í áttunda sæti hollensku B-deildarinnar með
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner