fös 29. nóvember 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lukaku kallar eftir viðbrögðum frá UEFA
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter, hefur kallað eftir því að UEFA bregðist við kynþáttafordómum sem hann segist hafa orðið fyrir í 3-1 sigri Inter gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.

Lukaku segir að „allur leikvangurinn" hafi verið með kynþáttaníð í hrópum sínum í leiknum.

Lukaku skoraði og lagði upp í leiknum.

„UEFA verður að gera eitthvað í þessu. Það á ekki að láta svona líðast," segir Lukaku.

„Það er 2019 og margir af ólíkum uppruna í liðunum. Þetta setur vonda fyrirmynd fyrir krakka sem eru á völlunum."

Eftir sigur Inter er liðið jafnt Borussia Dortmund en á eftir Barcelona í F-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner