Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. nóvember 2019 09:15
Elvar Geir Magnússon
Segir gríðarlega líklegt að Emery verði rekinn í dag
Rekinn í dag?
Rekinn í dag?
Mynd: Getty Images
Það er gríðarlega líklegt að Unai Emery verði rekinn úr stjórastól Arsenal í dag. Þetta segir blaðamaðurinn virti David Ornstein á The Athletic.

Þessi 48 ára Spánverji hefur verið stjóri Arsenal síðan 23 maí 2018. Gengið að undanförnu hefur verið slappt og spilamennska liðsins léleg.

Í gær tapaði Arsenal fyrir Eintracht Frankfurt og segir Ornstein að allt bendi til þess að sá leikur hafi verið síðasta hálmstráið.

Arsenal á leik gegn Norwich í deildinni á sunnudag en eftir tapið í gær sagði Emery leikmönnum sínum að gleyma honum sem fyrst, leikurinn um helgina sé mun mikilvægari.

Emery bjóst við því að fá þann leik en útlit er fyrir að svo verði ekki ef marka má heimildir Ornstein.

Ef Emery fær sparkið mun aðstoðarþjálfarinn Freddie Ljungberg mjög líklega taka við liðinu til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner
banner