Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sýknaður af ákæru um vanrækslu í Hillsborough-slysinu
David Duckenfield.
David Duckenfield.
Mynd: Getty Images
David Duckenfield, fyrrum yfirmaður lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri, var í gær sýknaður fyrir dómi. Hann var sakaður um mikla vanrækslu í starfi í Hillsbourough-slysinu árið 1989.

Alls 96 týndu lífi í troðningi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í FA-bikarnum en leikið var á hlutlausum velli í Sheffield.

Ducken­field, sem er 75 ára gam­all, var yfir öryggismálum á leiknum, en hann fór fyrir dóm, sakaður um að hafa sýnt af sér mikla vanrækslu í starfi. Hann var að lokum sýknaður af kviðdómi.

Joe Anderson, borgarstjóri Liverpool, sagði: „Niðurstaða dagsins eru mikil vonbrigði fyrir fjölskyldur fórnarlamba, eftirlifendur og fyrir alla þá sem eru enn að reyna að jafna á slysinu hræðilega sem varð í Hillsbourough 15. apríl 1989."

Nánar er hægt að lesa um málið á BBC hérna

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Liverpool sýknaðir í Hillsborough slysinu
Athugasemdir
banner
banner
banner