Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. nóvember 2019 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sara lék í stórsigri gegn Söndu Maríu
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn í stórsigri Wolfsburg á Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni.

Sandra María Jessen kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen áður en seinni hálfleikurinn hófst - þá var staðan 3-0.

Leikurinn endaði með 7-0 sigri Wolfsburg. Danska landsliðskonan Pernille Harder var öflug í liði Wolfsburg og skoraði hún þrjú af mörkum liðsins.

Wolfsburg hefur átt mjög gott tímabil til þessa og hefur unnið tíu af 11 deildarleikjum sínum. Leikurinn sem vannst ekki var jafnteflisleikur gegn Bayern München. Wolfsburg er eins og gefur að skilja á toppnum í Þýskalandi.

Sandra María og stöllur hennar í Leverkusen eru í níunda sæti með níu stig eftir 11 leiki.

Sara er að gefa út bók fyrir jólin, bókin ber heitið Óstöðvandi. Smelltu hér til að lesa brot úr bókinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner