Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 29. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Boxari frá Mexíkó hótar Messi - Aguero svaraði
Mynd: EPA

Canelo Alvarez er boxari frá Mexíkó en hann var allt annað en sáttur við Argentínumanninn Messi eftir að Argentína lagði Mexíkó á HM á dögunum.


Messi skipti við leikmann Mexíkó um treyju en það sást á myndbandi þegar argentíska liðið var að fagna í klefanum að Messi hafi sett treyjuna á gólfið og óvart rekið skóinn sinn í hana.

Alvarez tók illa í þetta og sendi Messi skilaboð með færslu á Twitter.

„Hann skal biðja til guðs um að hann mæti mér ekki," skrifaði Alvarez.

Sergio Aguero fyrrum landsliðsmaður Argentínu kom landa sínum til varnar.

„Herra Canelo, ekki fara leitast eftir afsökunum eða búa til vesen, þú þekkir greinielga ekki fótboltann eða hvað gerist inn í klefa. Treyjurnar eru alltaf á gólfinu eftir leiki þar sem þær eru sveittar," skrifaði Aguero.

Alvarez gaf sig ekki og sagði; „Það er móðgun að treyjan sé á gólfinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner