Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. nóvember 2022 16:58
Elvar Geir Magnússon
HM: Afríkumeistararnir fylgja Hollandi áfram - Katar lélegasti gestgjafinn
Ekvador vann opnunarleikinn en er úr leik
Hollendingar fagna.
Hollendingar fagna.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly skoraði sigurmark Senegal.
Kalidou Koulibaly skoraði sigurmark Senegal.
Mynd: Getty Images
Holland 2 - 0 Katar
1-0 Cody Gakpo ('26 )
2-0 Frenkie de Jong ('49 )

Evador 1 - 2 Senegal
0-1 Ismaila Sarr ('44 , víti)
1-1 Moises Caicedo ('67 )
1-2 Kalidou Koulibaly ('70 )

A-riðli er lokið á HM og það var Holland sem vann riðilinn og Afríkumeistarar Senegal sem fylgja í 16-liða úrslitin.

Holland vann fyrirhafnalítinn 2-0 sigur á Katar þar sem Cody Gakpo skoraði sitt þriðja mark í jafnmörgum leikjum á mótinu. Katar tapaði öllum leikjum sínum sem er versti árangur gestgjafa í sögu HM.

Senegal vann Ekvador í hreinum úrslitaleik um að fylgja Hollendingum áfram. Úr varð sveiflukenndur og skemmtilegur leikur þar sem Kalidou Koulibaly reyndist hetjan með því að skora sigurmarkið, hans fyrsta landsliðsmark.

Þrátt fyrir að vera án Sadio Mane á mótinu tókst Senegal að komast í 16-liða úrslit. Þar verður liðið hinsvegar án miðjumannsins Idrissa Gueye sem fékk gult spjald í dag og tekur út leikbann í næsta leik.

Ekvador vann Katar í opnunarleik mótsins en fjögur stig dugðu liðinu ekki til að komast áfram.

Lokastaðan í A-riðli:
1. Holland 7 stig
2. Senegal 6 stig
3. Ekvador 4. stig
4. Katar 0 stig


Athugasemdir
banner
banner
banner