Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 30. janúar 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Rangt að gervigrasið í Egilshöll sé vottað af FIFA
Frá Egilshöllinni.
Frá Egilshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umræða um gæðin á gervigrasvellinum í Egilshöll hefur verið í gangi í dag eftir gagnrýni frá tveimur þjálfurum í efstu deild sem töluðu meðal annars um meiðslahættu og lélega umhirðu.

Þessari gagnrýni var svarað af rekstraraðilum vallarins sem sögðu að völlurinn uppfyllti allar kröfur.

Sagt var að völlurinn væri vottaður af FIFA Quality staðalnum en það er hinsvegar ekki rétt. Sú vottun er runnin út og hefur ekki verið endurnýjuð.

Fótbolti.net hefur fengið nokkrar ábendingar eftir að yfirlýsing Regins kom. Heimildarmaður fullyrti meðal annars að viðhald vallarins væri alls ekki eins og best verður á kosið.

Á heimasíðu FIFA er hægt með einföldum hætti að sjá hvaða vellir það eru sem eru með FIFA vottun. Alls eru ellefu gervigrasvellir á Íslandi með FIFA vottunina, Egilshöll er ekki þar á meðal.

Þá er áhugavert að samkvæmt heimasíðu KSÍ rann vallarleyfi Egilshallar út í lok ársins 2018.

Nokkur umræða hefur skapast um málið á Twitter:




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner