Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimmtán ár liðin frá merkisdegi Chelsea og Eiðs Smára
Fimmtán ár liðin.
Fimmtán ár liðin.
Mynd: Getty Images
Það eru 15 ár liðin frá því í dag að Chelsea vann Englandsmeistaratitilinn undir stjórn Jose Mourinho og með Eið Smára Guðjohnsen í liðinu. Það var fyrsti Englandsmeistaratitill Chelsea í 50 ár og því merkisdagur í sögu félagsins.

Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttafréttamaður, vekur einnig athygli á því á Vísi.is að það hafi verið merkisdagur fyrir íslenskan fótbolta því það var í fyrsta sinn sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina.

Eiður var þarna á sínu fimmta tímabili hjá Chelsea. Hann skoraði þetta tímabil 16 mörk í 57 keppnisleikjum Eiður skoraði 12 af mörkunum í ensku úrvalsdeildinni og lagði hann einnig upp sex mörk.

Hann fyrsta Englandsmeistaratitilinn upp á Instagram í dag með myndum og skrifar hann: „Okkur tókst það! Fyrir 15 árum síðan á þessum degi."

Eiður varð einnig Englandsmeistari árið eftir áður en hann gekk svo í raðir Barcelona. Hann er í dag aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins.
View this post on Instagram

We did it! 15 yrs ago today🎉 @chelseafc 💙

A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on


Athugasemdir
banner
banner
banner