banner
   fim 30. apríl 2020 15:21
Elvar Geir Magnússon
Forseti knattspyrnusambands Haítí sakaður um kynferðislegar þvinganir
Yves Jean-Bart.
Yves Jean-Bart.
Mynd: Getty Images
Yves Jean-Bart, forseti knattspyrnusambands Haítí, er sakaður um að hafa áreitt fótboltakonur kynferðislega á æfingasvæði sambandsins.

Jean-Bart, kallaður Dadou, hefur verið í forsetastólnum í 20 ár.

Brotin eiga að hafa átt sér stað á síðustu fimm árum en sagt er að hann hafi reynt að þvinga fótboltakonur til að hafa við sig kynferðismök.

Hann er sagður hafa hótað að banna konum aðgengi að svæðinu nema þær myndi hafa við hann mök.

Jean-Bart neitar sök en málin eru í rannsókn.
Athugasemdir
banner