Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr hélt að Margrét yrði best í heimi: Ekkert eðlilega góð
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgit Prinz.
Birgit Prinz.
Mynd: Getty Images
Í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og aðstoðarlandsliðsþjálfarinnar Freyr Alexandersson um bestu íþróttamenn Íslandssögunnar.

Ásgeir Sigurvinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Gylfi Þór Sigurðsson og Ríkharður Jónsson voru nefndir til sögunnar af fótboltafólki, en Freyr talaði einnig um Margréti Láru Viðarsdóttur.

„Ég upplifði það með eigin hendi áður en Margrét Lára meiddist. Maður var mikið inn í kvennaknattspyrnu og það voru mjög fáir framherjar í heiminum betri en hún á þeim tíma," sagði Freyr, sem er fyrrum landsliðsþjálfari kvenna.

„Hún var ekkert eðlilega góð. Svo koma þessi meiðsli, en hún var alltaf á toppnum. Ég hélt að hún yrði best í heimi. Hún var það góð, það var engin áþreifanlega betri en hún nema kannski Birgit Prinz sem var 1,90 á hæð og spilaði eins og fullorðin á móti börnum."

Margrét Lára lagði skóna á hilluna 33 ára gömul í nóvember síðastliðnum.

Margrét skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Á ferli sínum varð Margrét Lára fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Hún vann gullskóinn í efstu deild fjórum sinnum og hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2007.

Hún ólst upp hjá ÍBV en hún gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2005. Margrét spilaði á ferlinum bæði með Kristianstad og Linköpings í Svíþjóð sem og með Duisburg og Turbine Potsdam í Þýskalandi. Hún lauk ferlinum með Val þar sem hún varð Íslandsmeistari síðasta sumar.

Sjá einnig:
Margrét Lára var spurð um vegabréf í sjötta flokki
Athugasemdir
banner
banner
banner