fim 30. apríl 2020 13:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sportið í kvöld 
Freysi um varnarmann KA: Ekki góður í fótbolta
Mikkel Qvist.
Mikkel Qvist.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari var sérfræðingur í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.

KA var þar til umræðu og Freyr tjáði sig um dansk-kólumbíska varnarmanninn Mikkel Qvist sem kom á lánssamningi frá Horsens.

„Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans," segir Freyr.

„Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum."

„Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum."

Óvíst er hversu stóran hluta af tímabilinu Qvist verður með KA en Sævar Pétursson framkvæmdastjóri sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net að vonast sé til að framlengja lánssamning hans.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Halló Akureyri! Heimsókn til KA
Athugasemdir
banner
banner
banner