Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. apríl 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Gamla markið: Messi fíflaði leikmenn Getafe
Mynd: Getty Images
Gamla markið er á dagskrá á föstudögum á Fótbolta.net í vetur. Í dag förum við aftur til ársins 2007 og sjáum mark sem Lionel Messi skoraði gegn Getafe.

Messi fékk boltann úti á kanti fyrir aftan miðju og lék á fjóra varnarmenn Getafe og markvörð liðsins áður en hann skoraði. Magnaður sprettur!

„Ég held að mín viðbrögð í sjónvarpinu, ef þau hafa sést, segi allt. Ég greip bara um höfuð mér og það er ekki oft sem svona mörk sjást í fótbolta. Þetta var miklu líkara einhverju sem maður sér í playstation," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Fótbolti.net um markið á sínum tíma en hann var í liði Barcelona í þessum leik.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]

Eldra efni í „gamla markið"


Athugasemdir
banner
banner