Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. apríl 2020 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hallgrímur Jónasson: Gerði stór mistök þegar ég kom heim
Ætlar að spila til fertugs
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Jónasson, varnarmaður KA, hefur æft af krafti fyrir tímabilið og vonast til að geta tekið fullan þátt í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hallgrímur er að fara inn í sitt þriðja tímabil hjá KA en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðan hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir sumarið 2018. Hinn 33 ára gamli Hallgrímur spilaði fjórtán leiki í Pepsi-deildinni 2018 og tólf í fyrra.

„Þegar ég kem til Íslands er ég ekki búinn að vera mikið meiddur. Ég var til að mynda eitt tímabilið eini útileikmaðurinn sem spilaði allar mínúturnar í dönsku úrvalsdeildinni," sagði Hallgrímur í útvarpsþætti Fótbolta.net.

„Ég gerði stór mistök þegar ég kom heim. Ég áttaði mig ekki á því að ég hef ekkert verið að æfa eða spila á gervigrasi í langan tíma. Ég kom peppaður heim og tók allar æfingar og allar aukaæfingar líka inni í Boganum. Síðan klikkaði eitthvað í kálfanum rétt fyrir mót. Ég haltraði mig í gegnum mótið og var bara hálfur maður. Ég leyfði kálfanum ekki að hvílast og þess vegna var þetta ansi landgregið."

„Ég losnaði alveg við þetta í fyrra og þegar tímabilið var hálfnað var ég hættur að finna til í kálfanum. Meiðslin þá voru að ég var keyrður niður í einum leik og gegn HK fékk ég hressilega tæklingu á mig og þess vegna missti ég af síðustu leikjunum. Þetta var ekki kálfinn í lokin í fyrra heldur tvær slæmar tæklingar."

„Ég er vonandi í góðum málum. Fyrst að Ólafur Ingi (Skúlason), Sölvi (Geir Ottesen) og Kári (Árnason) geta spilað þá nenni ég ekki að væla um aldur. Þeir eru eldri en ég,"
sagði Hallgrímur léttur í bragði en hann segist eiga mörg ár eftir á ferlinum.

„Mér finnst ótrúlega gaman í fótbolta og er ótrúlega ánægður með að hafa lifað á því að spila fótbolta. Ég ætla að gera það eins lengi og ég get. Ég á nóg eftir. Ég á mörg ár eftir. Ég sé mig ekki hætta fyrir fertugt."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann í heild.
Útvarpsþátturinn - Halló Akureyri! Heimsókn til KA
Athugasemdir
banner
banner